30.11.2018

Velkomin/n á skráningarsíðu Golfklúbbs Reykjavíkur


Vinsamlegast skráið ykkur inn með rafrænum skilríkjum hér fyrir ofan til að staðfesta greiðslur vegna félagsgjalda.

Allar nánari upplýsingar um innskráningu í Nóra félagakerfi er að finna hér efst á síðunni til hægri undir Leiðbeiningar

Hafir þú hug á að sækja um aðild að klúbbnum þá mælum við með að þú gerir það strax í dag, þú einfaldlega skráir þig inn með rafrænum skilríkjum hér að ofan og þegar komið er að inngöngu færðu sendan frá okkur tölvupóst.

 • Á aðalfundi voru kynntar breytingar sem verða í innheimtu gjalda á komandi starfsári. Golfklúbbur Reykjavíkur mun nú taka upp notkun á Nóra félagakerfi við skráningu félagsmanna og innheimtu gjalda, notast hefur verið við kerfið í skráningum og greiðslum barna og unglinga undanfarin ár með góðum árangri.
 • Félagsmenn skrá sig inn með rafrænum skilríkjum á slóðinni https://grgolf.felog.is/
 • Þegar félagsmaður hefur skráð sig inn kemur val um námskeið í boði aftan við nafn þess sem skráir sig inn. Valið er námskeið og er þaðan komið inn á greiðslusíðu þar sem hægt er að velja um mismunandi greiðsluleiðir. Áfram verður boðið upp á það greiðslufyrirkomulag sem hefur verið undanfarin ár – allt að 5 skipti með kröfum í banka eða allt að 10 skipti með dreifingu á greiðslukort.
 • Opnað hefur verið fyrir skráningar inn á félagavefnum og hvetjum við félagsmenn til að skoða sínar upplýsingar og uppfæra ef þörf krefur. Einnig er hægt að fara inn á félagavef í gegnum flipann „Félagsgjöld“ efst til hægri á vefsíðu klúbbsins.
 • Hafi engar ráðstafanir verið gerðar af hálfu félagsmanna fyrir 17. desember næstkomandi mun innheimta verða send út með sama hætti og áður.
 • Við vekjum athygli á að einhverjir hnökrar og tilfærslur gætu átt sér stað þegar verið er að taka nýtt kerfi í gagnið og biðjum við félagsmenn um að sýna því þolinmæði og skilning.
 • Vakni einhverjar spurningar er velkomið að hafa samband við skrifstofu klúbbsins alla virka daga frá kl. 09:00-16:00, sími á skrifstofu er 585-0200.
 • Golfklúbbur Reykjavíkur

 • 19.12.2017

  Ný útgáfa af Nóra.

  Ný útgáfa af Nóra. Kennitala notuð í stað notendanafns á vef. Nú er engin sér síða fyrir starfsmenn, kerfið veit hverjir hafa réttindi starfsmanna og opnar í "Agðerðir" sér verklið fyrir starfsmenn sem inniheldur "Mínir flokkar" "Yfirlit" "Stjórnborð" eftir aðgangsheimildum starfsmanna. Nýir möguleikar fyrir starfsmenn til að senda póst á iðkendur bæði með að senda á einn eða fleiri flokka og jafnvel að velja tiltekna iðkendur úr mismunandi flokkum. Útprentanir gerðar betri og skýrari. Nýir möguleikar í DMS stjórneiningu með auknum valspurningum í tímabilum, athugasemdakerfi sem hægt er að nota t.d. fyrir markmið, áætlanir, mælingar og fl. Mótaskráningarkerfi væntanlegt hjá félögum og nýtt áfsláttarkerfi en félög verða að hafa samband við Greiðslumiðlun áður en mögulegt að taka í notkun. Fleiri nýjungar eru væntanlegar enda stöðug þróun í gangi.

  NoriAndroid
  NoriAndroid
  NoriAndroid
  NoriAndroid